Perry var ketamín-aðdáandi að eigin sögn

Matthew Perry lést á síðasta ári.
Matthew Perry lést á síðasta ári. AFP/Gabriel Bouys

Bandaríski leikarinn Matthew Perry lýsti því í smáatriðum í bók sinni, Friends, Lovers and the Big Terrible Thing, hvernig tilfinning það væri þegar ketamín, svæfingar- og deyfilyf, ferðaðist um æðar líkamans.

Í bókinni, sem kom út í nóvember 2022, fjallaði hann ítarlega um fíknisjúkdóma sína, hina stöðugu leit að ástinni og árin á tökusetti Friends.

„Það er eins og að vera sleginn í höfuðið með risastórri gleðiskóflu,” skrifaði Perry meðal annars um lyfið.

„Mér finnst ég geta andað um leið og lyfinu er sprautað inn í húðina. Ég er ketamín-aðdáandi. Lyfið ætti eiginlega að vera kallað „Matty“, skrifaði leikarinn einnig. 

Perry, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing, var 54 ára þegar hann lést í október á síðasta ári. Lík hans fannst í heitum potti á heimili hans í Los Angeles.

Leikarinn var í ketamínmeðferð við kvíða og þunglyndi er hann lést.

Kenn­eth Iwasama, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Perry, viður­kenndi nýverið að hafa sprautað leik­ar­ann með ban­væn­um skammti af keta­míni dag­inn sem hann dó, að beiðni Perry.

Iwasama er á meðal þeirra fimm sem voru handteknir í síðustu viku í tengslum við andlát leikarans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka