Stigu „sjóðheitan“ dans við eldgosið

Sóley og Bríet Björk dönsuðu Apple-dansinn við eldgosið.
Sóley og Bríet Björk dönsuðu Apple-dansinn við eldgosið. Samsett mynd

Myndskeið af tveimur íslenskum stúlkum að dansa með eldgosið í baksýn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni TikTok síðustu klukkustundir. Sú sem deildi myndskeiðinu heitir Sóley Halldórsdóttir, 18 ára gömul Keflavíkurmær. 

Blaðamaður mbl.is hafði samband við Sóleyju og fékk að heyra söguna á bak við, það sem má kalla, „heitasta“ dansinn á TikTok.

„Við vorum með nýnemahitting í skólanum þegar við fengum SMS-skilaboð um að það væri byrjað að gjósa, enn eina ferðina. Við tókum öll rúntinn að gosinu og fylgdumst með í dágóða stund.

Þegar við vorum að fara þá stakk vinkona mín og dansfélagi í myndbandinu, Bríet Björk Hauksdóttir, upp á því að búa til TikTok-myndband. Þannig gerðist það,“ útskýrir Sóley sem segir viðbrögðin hafa verið hreint úr sagt ótrúleg.

Tókst dansinn í fyrstu tilraun?

„Já, við negldum þetta strax. Þetta er einhver „viral“ dans sem heitir að ég held Apple-dansinn, hann er dansaður við lagið Apple eftir bresku tónlistarkonuna Charli XCX,“ útskýrir Sóley.

@yyelos Omg there is a volcano in the background hehe didnt notice😅😅😅@BRÍET BJÖRK ♬ Apple - Charli xcx
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir