Gladiator II á leið í bíó

Russell Crowe í hlutverki Maximus í Gladiator, sem tilnefnd var …
Russell Crowe í hlutverki Maximus í Gladiator, sem tilnefnd var til tólf Óskarsverðlauna.

Nú þegar haustið fer að dragast nær og hitastigið að hrynja er ágætt að skoða hvaða kvikmyndir eru væntanlegar í bíó eða á streymisveitur í haust.

Haustið hefur verið annasamasta árstíðin í kvikmyndabransanum síðustu áratugi en þá fara konfektmolarnir, sem kvikmyndafyrirtækin telja geta keppt til Óskarsverðlauna í voru, að koma í bíó eða á streymisveitur.

Hér kemur því stutt úttekt á nokkrum væntanlegum kvikmyndum sem veðbankar telja líklegar til verðlauna.

Gladiator II

Á Óskarsverðlaununum árið 2001 hreppti kvikmyndin Gladiator fimm verðlaun. Núna 23 árum seinna hyggst Ridley Scott endurtaka leikinn. Söguþráðurinn endurspeglar mikið fyrri myndina en kynnir til leiks marga nýja karaktera.

Kvikmyndin gerist nokkrum áratugum eftir atburði fyrri myndar og fjallar um Lucius, barnabarn Markúsar Árelíusar, fyrrverandi keisara Rómar og son Lucillu, sem gerist skylmingarkappi til að hefna fjölskyldu sinnar

Paul Mescal leikur Lucius í Gladiator II.
Paul Mescal leikur Lucius í Gladiator II. AFP

Emilia Perez

Mexíkóski glæpasöngleikurinn Emilia Perez sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár. Myndin fjallar um lögfræðinginn Ritu sem aðstoðar háttsettan glæpaforingja við að undirgangast kynskipti.

Zoe Saldana, Karla Sofia Gascón og Selena Gomez fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni sem fékk mikið lof hjá gagnrýnendum á hátíðinni. Streymisveitan Netflix öðlaðist útgáfuréttinn á kvikmyndinni og geta áhorfendur horft á hana þar í haust.

Zoe Saldana leikur í glæpasöngleiknum.
Zoe Saldana leikur í glæpasöngleiknum. AFP

Conclave

Ralph Fiennes fer með aðalhlutverið í kvikmyndinni Conclave sem er byggð á samnefndri bók Robert Harris frá 2016. 

Eftir andlát páfans er Lawrence kardínála falið það verk að velja nýjan páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar um allan heim safnast saman í Vatíkaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista stoðir kirkjunnar.

Ralph Fiennes er talinn mjög líklegur til verðlauna á næsta …
Ralph Fiennes er talinn mjög líklegur til verðlauna á næsta ári. AFP

Ítarlegri úttekt á væntanlegum kvikmyndum má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki reyna að segja öðrum hvernig þeir eigi að vinna sín verk í dag. Það er margt sem kemur þér á óvart í dag. Þú færð frábærar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki reyna að segja öðrum hvernig þeir eigi að vinna sín verk í dag. Það er margt sem kemur þér á óvart í dag. Þú færð frábærar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir