Hefur hlotið meira en hundrað alþjóðleg verðlaun

Rúnar Rúnarsson leikstjóri
Rúnar Rúnarsson leikstjóri mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er mjög heppinn að hafa þetta starf sem atvinnu. Ég hef í mig og á. Þótt ég hefði það ekki myndi ég samt halda áfram í þessu starfi, en þá myndu líða enn fleiri ár á milli mynda. Þetta er þörf. Annars væri ég ekki að þessu. Ef ég væri að rembast við að verða listamaður til að verða ríkur þá væri ég algjörlega veruleikafirrtur,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritahöfundur. 

Rúnar hefur hlotið um hundrað alþjóðleg verðlaun fyrir stuttmyndir sínar og tugi verðlauna fyrir myndir í fullri lengd. Nýjasta mynd hans Ljósbrot sló í gegn í Cannes og verður frumsýnd hér á landi 28. ágúst. 

Mín vinna er að vera með sýn og stór hluti snýst síðan um að hafa vit á því að reyna að safna í kringum mig fólki sem er betra en ég á öllum sviðum,“ segir Rúnar og bætir við: „Þegar vel gengur er leikstjóranum hossað. Það gleymist svo oft hversu margir vinna í samvinnu við gerð myndar. 

Önnur mynd Rúnars, O (Hringur) verður meðal kvikmynda á hátíðinni …
Önnur mynd Rúnars, O (Hringur) verður meðal kvikmynda á hátíðinni í Feneyjum í september. mbl.is/Árni Sæberg

Önnur mynd Rúnars, O (Hringur) þar sem Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkvar valin til keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september. Næstu mánuðir hjá Rúnari fara í að fylgja þessum tveimur myndum eftir. 

Rætt er ítarlega við Rúnar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki reyna að segja öðrum hvernig þeir eigi að vinna sín verk í dag. Það er margt sem kemur þér á óvart í dag. Þú færð frábærar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki reyna að segja öðrum hvernig þeir eigi að vinna sín verk í dag. Það er margt sem kemur þér á óvart í dag. Þú færð frábærar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Gestsdóttir