Gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn

Streep og Short virtust í góðu skapi.
Streep og Short virtust í góðu skapi. Samsett mynd

Hollywood-stjörnurnar Meryl Streep og Martin Short gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn á frumsýningu nýjustu þáttaraðar Only Murders in the Building í Los Angeles á fimmtudag. Kynti það verulega undir orðróm um meint ástarsamband leikaranna sem hefur sveimað yfir Hollywood-hæðum síðustu vikur og mánuði.

Parið brosti sínu breiðasta á rauða dreglinum og stillti sér upp fyrir myndatöku ásamt meðleikurum sínum Steve Martin og Selenu Gomez.

Streep og Short, sem fara með hlutverk elskenda í gamanþáttaröðinni, mættu einnig hönd í hönd í eftirpartíið hjá Paramount og létu, að sögn sjónarvotta, mjög vel að hvort öðru allt kvöldið.

Meryl Streep, Steve Martin, Selena Gomez og Martin Short voru …
Meryl Streep, Steve Martin, Selena Gomez og Martin Short voru glæsileg á frumsýningu fjórðu þáttaraðar Only Murders in the Building. AFP

Short full­yrti í viðtali við Bill Maher í janúar að orðróm­ur um nýfundna ást hans og stór­leik­kon­unn­ar Meryl Streep væri ekk­ert annað en upp­spuni. En einungis örfáum vikum seinna sást til parsins njóta kvöld­verðar á hinum sögu­fræga veit­ingastað Gi­orgio Baldi í Santa Monica og einnig á söngleiknum Merrily We Roll Along í New York-borg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir