Gossip Girl-stjarna gekk í það heilaga á Ítalíu

Ed Westwick og Amy Jackson eru orðin hjón!
Ed Westwick og Amy Jackson eru orðin hjón! Skjáskot/Instagram

Gossip Girl-stjarnan Ed Westwick gekk í hjónaband með leikkonunni Amy Jackson við stórglæsilega athöfn á Amalfi-ströndinni á Ítalíu um helgina. 

Westwick og Jackson byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2021 og opinberuðu samband sitt tæpu ári síðar. Leikarinn fór svo á skeljarnar í skíðaferð í Gstaad í Sviss í janúar síðastliðnum. 

Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og fór brúðkaupið fram í sögulegum kastala frá 16. öld, Castello di Rocca Cilento, þar sem öllu var tjaldað til. Westwick og Jackson flugu til Ítalíu í einkaþotu ásamt nánustu fjölskyldu sinni, en þau buðu alls 220 gestum í brúðkaupið. 

Hjónin voru glæsileg á brúðkaupsdaginn, en Westwick var klæddur í smóking frá Armani á meðan Jackson skartaði sérsaumuðum kjól eftir ítalska hönnuðinn Alberto Ferretti.

View this post on Instagram

A post shared by Ed Westwick (@edwestwick)

View this post on Instagram

A post shared by Ed Westwick (@edwestwick)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir