Katrín mætti í sunnudagsmessu

Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabbameinsmeðferð.
Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabbameinsmeðferð. AFP

Katrín prinsessa af Wales var viðstödd sunnudagsmessu í Skotlandi í gærdag. Hún var mynduð fyrir utan Crathie Kirk-kirkjuna í skoska smáþorpinu Crathie ásamt Vilhjálmi Bretaprins og elsta barni hjónanna, Georg Bretaprins.

Katrín leit hraustlega út og brosti til viðstaddra. Hún var afar glæsileg í mynstraðri kápu og með ullarhatt á höfði. 

Lítið hefur sést til Katrínar síðastliðna mánuði sökum krabbameinsmeðferðar. Hún kom opinberlega fram í fyrsta sinn um miðjan júní er hún fylgdist með Trooping of Colour-skrúðgöngunni ásamt börnum sínum. Hún var einnig meðal áhorfenda á úrslitaleik Wimbledon-mótsins í júlí.

Katrín fór í aðgerð á kviðar­holi í ­byrjun árs og greind­ist með krabba­mein stuttu síðar. Ekki hef­ur verið gefið upp hvers kyns krabba­mein hún sé með en Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabba­meinsmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ný ást gæti kviknað í brjósti þér í dag, í næstu viku eða snemma á næsta ári. Sýndu áttavilltum vini þolinmæði og skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ný ást gæti kviknað í brjósti þér í dag, í næstu viku eða snemma á næsta ári. Sýndu áttavilltum vini þolinmæði og skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
5
Ragnheiður Gestsdóttir