Katrín mætti í sunnudagsmessu

Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabbameinsmeðferð.
Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabbameinsmeðferð. AFP

Katrín prinsessa af Wales var viðstödd sunnudagsmessu í Skotlandi í gærdag. Hún var mynduð fyrir utan Crathie Kirk-kirkjuna í skoska smáþorpinu Crathie ásamt Vilhjálmi Bretaprins og elsta barni hjónanna, Georg Bretaprins.

Katrín leit hraustlega út og brosti til viðstaddra. Hún var afar glæsileg í mynstraðri kápu og með ullarhatt á höfði. 

Lítið hefur sést til Katrínar síðastliðna mánuði sökum krabbameinsmeðferðar. Hún kom opinberlega fram í fyrsta sinn um miðjan júní er hún fylgdist með Trooping of Colour-skrúðgöngunni ásamt börnum sínum. Hún var einnig meðal áhorfenda á úrslitaleik Wimbledon-mótsins í júlí.

Katrín fór í aðgerð á kviðar­holi í ­byrjun árs og greind­ist með krabba­mein stuttu síðar. Ekki hef­ur verið gefið upp hvers kyns krabba­mein hún sé með en Katrín er sögð hafa brugðist vel við krabba­meinsmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir