Kominn með nýja viku eftir skilnaðinn

Affleck og Kennedy hafa varið dágóðum tíma saman.
Affleck og Kennedy hafa varið dágóðum tíma saman. Samsett mynd

Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck virðist vera kominn yfir fyrrverandi eiginkonu sína, leik- og söngkonuna Jennifer Lopez.

Síðustu vikur hefur Affleck sést ásamt dóttur bandaríska stjórnmálamannsins Robert F. Kennedy, leikkonunni Kick Kennedy. Eðli sambands þeirra er óljóst en parið sást meðal annars á einum heitasta skemmtistað ríka og fræga fólksins, The Polo Lounge, nýverið.

Töluverður aldursmunur er á parinu, eða 16 ár. Affleck er 52 ára gamall en Kennedy 36 ára.

Lopez sótti um skilnað frá fjórða eiginmanni sínum í síðustu viku. Hjónin eru sögð hafa skilið að borði og sæng í mars.

Sam­band Lopez og Aff­leck hef­ur verið storma­samt í gegn­um tíðina, en þau áttu fyrst í ástar­sam­bandi á ár­un­um 2002 til 2004. Rúm­um 17 árum síðar, eða árið 2021, tóku þau hins veg­ar aft­ur sam­an og gengu í hjóna­band ári síðar í Las Vegas.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar