Danska konan viðurkennir að hafa kysst Tommy Fury

Milla Corfixen segist hafa kysst Tommy Fury á djamminu í …
Milla Corfixen segist hafa kysst Tommy Fury á djamminu í Makedóníu. Samsett mynd

Vendingar hafa orðið í meintum framhjáhaldsskandal Love Island-stjörnunnar Tommy Fury. Margir voru slegnir þegar sambandsslit Fury og Molly-Mae Hague voru tilkynnt fyrir tæplega tveimur vikum síðar, en fljótlega fóru sögusagnir um framhjáhald á kreik.

Milla Corfixen, danska konan sem Fury er sagður hafa haldið framhjá með í Makedóníu, steig fram í síðustu viku en þá sagði hún ekkert hafa gerst á milli þeirra enda ætti hún sjálf kærasta. Nú hefur hún hins vegar viðurkennt að hafa kysst Fury á djamminu. 

Kysstust á djamminu

„Ég hef þurft að eyða öllum færslunum mínum vegna haturs og viðbjóðslegra athugasemda, eins og fram kemur í viðtalinu sem ég gaf! Ég gerði ekkert með Tommy Fury ... Ég vissi ekki einu sinni hver hann var, við deildum bara kossi, ekkert annað gerðist. Og ef ég hefði vitað um Molly-Mae þá hefði ég aldrei kysst hann til baka,“ skrifaði hún á Instagram-síðu sinni.

Yfirlýsingin hefur vakið þó nokkra athygli, en í síðustu viku fullyrti hún að ekkert hafi gerst á milli þeirra og að Fury hlyti að hafa kysst einhverja aðra stelpu. Nú hefur Corfixen sagt aðra hlið á sögunni.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar