Breska rokksveitin Oasis hefur tilkynnt að hún ætli að koma saman á nýjan leik og fara í tónleikaferð á næsta ári.
Bræðurnir Liam og Noel Gallagher virðast því hafa grafið stríðsöxina eftir 15 ára deilur.
Hljómsveitin tilkynnti á samfélagsmiðlinum X að hún ætlaði að spila á tónleikum í Cardiff, Manchester, London, Edinborg og Dublin. Lengri tónleikaferð um heiminn er einnig fyrirhuguð.
Oasis naut mikilla vinsælda á sínum tíma og sendi frá sér lög á borð við Wonderwall, Don´t Look Back In Anger og Champagne Supernova.