Linkin Park sögð á leið í hljómleikaferð

Liðsmenn Linkin Park.
Liðsmenn Linkin Park. Skjáskot/Instagram

Goðsagnakennda hljómsveitin Linkin Park er sögð ætla að koma saman á nýjan leik og halda af stað í hljómleikaferð á næsta ári með nýjan söngvara í fararbroddi.

Hljómsveitin hefur haldið sig til hlés á undanförnum árum, eða allt frá því að Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar, féll fyrir eigin hendi árið 2017.

Hávær orðrómur er á sveimi í rokkheiminum um að búið sé að ráða nýjan söngvara en liðsmenn Linkin Park hafa þó ekki gefið upp hver það er. Ýmsar getgátur hafa þá verið uppi um þann sem mun taka við hlutverki Bennington. Efstir á lista eru þeir Deryck Whibley, forsprakki Sum 41, og Bobby Amaru, söngvari Saliva.

Búist er við að liðsmenn sveitarinnar tilkynni um nýjan söngvara síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan