Rýfur þögnina eftir framhjáhaldsskandal

Molly-Mae Hague tilkynnti fyrir tveimur vikum að hún hefði slitið …
Molly-Mae Hague tilkynnti fyrir tveimur vikum að hún hefði slitið sambandi sínu við Tommy Fury. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Molly-Mae Hague hefur loksins rofið þögnina rúmum tveimur vikum eftir að hún tilkynnti skilnað hennar frá Tommy Fury. 

Sambandsslitin virtust í fyrstu koma eins og þruma úr heiðskýru lofti og voru aðdáendur fyrrverandi parsins vægast sagt í áfalli. Síðan þá hefur ýmislegt komið í ljós sem varpar skýrara ljósi á skilnaðinn, en Fury er sagður hafa haldið ítrekað framhjá Hague, þar á meðal með danskri konu. 

Danska konan steig svo fram í síðustu viku og fullyrti að ekkert hafi gerst á milli hennar og Fury, en þau hittust á djamminu í Makedóníu. Í gær viðurkenndi hún svo að hafa kysst Fury.

Þakkaði aðdáendum fyrir stuðninginn

Hague deildi í gær mynd á Instagram-reikningi sínum, þar sem hún er með yfir 8,2 milljónir fylgjenda, þar sem hún þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn síðustu vikur. „Takk fyrir að vera bestu netvinir sem ég hefði getað óskað mér,“ skrifaði hún við myndina. 

Fallegum ummælum hefur rignt yfir Hague, en hún á greinilega stóran aðdáendahóp sem stendur þétt við bak hennar. „Þú ert að sýna stelpum og konum að þær verði að þekkja gildi sín, að sætta sig ekki við hvað sem er eða hvers kyns vanvirðingu eða hegðun. Vertu sterk, sendi þér ást,“ skrifaði einn aðdáandi við myndina. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson