Sexí og sjarmerandi á sjötugsaldri

Flottir á forsíðu GQ.
Flottir á forsíðu GQ. Samsett mynd

Félagarnir George Clooney og Brad Pitt prýða forsíðu á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins GQ eða Gentleman’s Quarterly. Stjörnuleikararnir fara með aðalhlutverk í spennumyndinni Wolfs sem er væntanleg í kvikmyndahús í september.

Í blaðinu er að finna glæsilegan myndaþátt og ítarlegt viðtal við leikarana sem kafa ofan í saumana á farsælum leikferlum sínum og áralangri vináttu. Leikararnir hafa margsinnis sameinast á hvíta tjaldinu í gegnum árin en þeir léku meðal annars í Ocean’s-trílógíunni og Burn After Reading.

Clooney, 63 ára, og Pitt, 60 ára, voru ljósmyndaðir í Suður-Frakklandi, nálægt vínekru Pitt og fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Angelinu Jolie, Chateau Miraval. Norski tískuljósmyndarinn Sølve Sundsbø á heiðurinn af myndaþættinum sem sýnir félagana meðal annars njóta morgunbollans í rúminu, í jakkafötum og með sólgleraugu ofan í stöðuvatni og að rúnta um á mótorhjóli.

Pitt deildi myndunum á Instagram-síðu sinni nú á dögunum og af athugasemdum að dæma þá slógu þær heldur betur í gegn hjá fylgjendum leikarans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson