Ólafur Jóhann ánægður með Baltasar

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og höfundur bókarinnar Snertingu segist hafa fengið sterk viðbrögð vestanhafs við kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks sem byggð er á bókinni Snertingu. 

Myndin hefur halað inn um milljón dollurum vestanhafs og hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Þá virðist myndin falla í kramið hjá áhorfendum ef miðað er við einkunnagjöf á kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes þar sem hún hefur fengið 92% af 100% mögulegum.

„Ég man reyndar ekki til þess að íslensk mynd hafi áður náð svona í gegn í Bandaríkjunum. Hún hefur líka opnað augu fólks í kvikmyndaheiminum, ekki síst í Los Angeles, fyrir því hvað við Íslendingar eigum mikið af hæfileikafólki í kvikmyndagerð,“ segir Ólafur Jóhann. 

Gagnrýnendur og almenningur á einu máli 

Ólafur Jóhann hefur verið með annan fótinn í Bandaríkjunum í gegnum tíðina og segir marga hafa sett sig í samband við sig með hrós eitt í huga. 

„Það líður varla sá dagur að ég fái ekki símhringingu eða tölvupóst um myndina. Fólk í bransanum er jafn hrifið af henni og almennir áhorfendur, og þeir sem hafa ekki lesið bókina eru ekki síður hrifnir en þeir sem hafa lesið hana. Ég man varla eftir jafn almennri ánægju enda er myndin að fá nákvæmlega sömu einkunn hjá gagnrýnendum og almenningi á Rotten Tomatoes þangað sem allir vegir liggja,“ segir Ólafur Jóhann.

Verk Baltasars

Hann segir að þó hann hafi aðkomu að Snertingu, eða Touch eins og hún nefnist yrta, þá líti hann á myndina sem verk Baltasars að öllu leyti.

„Það var hægara sagt en gert að búa til svona einstaka mynd úr þessu efni. Og að fá Focus og Universal í lið með sér var afrek út af fyrir sig,“ segir Ólafur Jóhann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að vaða yfir allt og alla til að koma málstað þínum á framfæri. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að vaða yfir allt og alla til að koma málstað þínum á framfæri. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson