Megan Thee Stallion opinberar nýjan elskhuga

Megan Thee Stallion.
Megan Thee Stallion. AFP/Frazer Harrison/Getty Images

Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion hefur opinberað nýtt ástarsamband með NBA-leikmanninum Torrey Craig. 

Stallion birti og snögglega eyddi TikTok-myndbandi af sér ásamt körfuboltamanninum þar sem þau svöruðu hinum ýmsu spurningum um nýlegt samband þeirra.

Það sem fer á netið er þar að eilífu sagði einhver og á það við í tilfelli Stallion en myndbandið náðist á skjáupptöku samkvæmt fjölmiðlinum Page Six

Stallion og Craig svöruðu spurningum á borð við: „Hver sagði „ég elska þig“ fyrst?“ sem staðfesti ástarsamband þeirra, en óljóst er hver játaði ást sína á undan þar sem þau bentu bæði hvort á annað. 

Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn var síðast í sambandi með rapparanum Pradison Fontaine sem stóð þétt við bakið á Stallion eftir að hún varð fyrir skotárás í partíi árið 2020 en ástin hjá þeim slokknaði í maí á síðasta ári. Síðan þá hefur verðið mikill rígur á milli þeirra.

Craig byrjaði í NBA-deildinni árið 2017 sem liðsmaður Denver Nuggets en spilar núna með Chicago Bulls. 

@much

Megan Thee Stallion does the couple's challenge with Chicago Bulls player Torrey Craig 👀 [via theestallion/TT Stories]

♬ original sound - MuchMusic

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson