Oasis varar við endursölu á miðum

Noel Gallagher, Andy Bell og Liam Gallagher úr Oasis árið …
Noel Gallagher, Andy Bell og Liam Gallagher úr Oasis árið 2006. AFP/Mike Clarke

Hljómsveitin Oasis hefur sent frá sér viðvörun um endursölu á miðum á endurkomutónleika þeirra. Bar nokkuð á því að miðar á tónleika hljómsveitarinnar væru settir inn á endursölusíður innan nokkra mínútna eftir að forsala hófst, og var verð miðanna búið að hækka um nokkur þúsunda punda.

BBC greindi frá. 

Oasis hvatti fólk til að endurselja ekki miða á uppsprengdu verði á vefsíðum sem ekki eru tengdar auglýsanda þeirra og sagði hljómsveitin í tilkynningunni að miðarnir gætu verið gerðir ógildir. 

40 sinnum hærra verð

Miðarnir voru að birtast á endursölusíðum eins og StubHub og Viagogo þar sem þeir voru verðsettir á sex þúsund pund, sem er 40 sinnum hærra verð en upprunalega verðið á standandi miða. 

Búist er við að um 1,4 milljónir miða verði í boði á 17 útitónleika í Bretlandi og Írlandi í júlí og ágúst næstkomandi.

Forráðamenn Oasis hafa áður sagt að miða ætti aðeins að endurselja í gegnum opinbera samstarfsaðila þeirra, Twickets og Ticketmaster, og aðeins á nafnverði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan