Skilja eftir 21 árs hjónaband

Leah Remini hefur sótt um skilnað.
Leah Remini hefur sótt um skilnað. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Leah Remini og eiginmaður hennar, leikarinn Angelo Pagán, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir 21 árs hjónaband.

Leikaraparið greindi frá þessu í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gærdag.

„Jæja, hér erum við. Eftir 28 ára samband og 21 ár sem hjón, höfum við ákveðið að skilja,” skrifuðu Remini, 54 ára, og Pagán, 56 ára, í upphafi færslunnar.

Remini, best þekkt fyrir leik sinn í bandarísku gamanþáttaröðinni The King of Queens, kynntist Pagán á næturklúbbi í Los Angeles árið 1996. Parið gekk í hjónaband árið 2003 og eignaðist dóttur, Sofiu Bellu, einu ári síðar.

Rúm vika er nú liðin frá því að besta vinkona Remini, leik- og söngkonan Jennifer Lopez, sótti um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck. Stöllurnar eru því lausar og liðugar.

View this post on Instagram

A post shared by Leah Remini (@leahremini)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka