Skilja eftir 21 árs hjónaband

Leah Remini hefur sótt um skilnað.
Leah Remini hefur sótt um skilnað. Samsett mynd

Banda­ríska leik­kon­an Leah Rem­ini og eig­inmaður henn­ar, leik­ar­inn Ang­elo Pagán, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir 21 árs hjóna­band.

Leik­arap­arið greindi frá þessu í sam­eig­in­legri færslu á sam­fé­lags­miðlum í gær­dag.

„Jæja, hér erum við. Eft­ir 28 ára sam­band og 21 ár sem hjón, höf­um við ákveðið að skilja,” skrifuðu Rem­ini, 54 ára, og Pagán, 56 ára, í upp­hafi færsl­unn­ar.

Rem­ini, best þekkt fyr­ir leik sinn í banda­rísku gam­anþáttaröðinni The King of Qu­eens, kynnt­ist Pagán á næt­ur­klúbbi í Los Ang­eles árið 1996. Parið gekk í hjóna­band árið 2003 og eignaðist dótt­ur, Sofiu Bellu, einu ári síðar.

Rúm vika er nú liðin frá því að besta vin­kona Rem­ini, leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez, sótti um skilnað frá eig­in­manni sín­um, leik­ar­an­um og leik­stjór­an­um Ben Aff­leck. Stöll­urn­ar eru því laus­ar og liðugar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Leah Rem­ini (@lea­hrem­ini)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son