Stjúpdóttir Slash féll fyrir eigin hendi

Slash hef­ur verið í sam­bandi með móður Knig­ht, Meeg­an Hod­ges, …
Slash hef­ur verið í sam­bandi með móður Knig­ht, Meeg­an Hod­ges, frá ár­inu 2015. Samsett mynd

Dánarstjóri í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur úrskurðað um dánarorsök Lucy-Bleu Knight, stjúpdóttur gítarleikarans Slash. Knight lést á heimili sínu í borginni þann 19. júlí síðastliðinn, 25 ára að aldri. Tók hún sitt eigið líf.

Slash, sem heit­ir réttu nafni Saul Hudson, greindi frá and­lát­inu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um örfáum dögum eftir andlátið. Tón­list­armaður­inn birti skjá­skot úr dán­ar­til­kynn­ingu á sam­fé­lags­miðlasíðunni og einnig mynd af Knight. 

Slash, sem sló í gegn með rokk­hljóm­sveit­inni Guns N'Roses, hef­ur verið í sam­bandi með móður Knig­ht frá ár­inu 2015 og gekk henni í föðurstað. Gít­ar­leik­ar­inn á tvö upp­kom­in börn úr fyrra hjóna­bandi.

View this post on Instagram

A post shared by Slash (@slash)

View this post on Instagram

A post shared by Slash (@slash)

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þig fram við að gera drauma þína að veruleika. Ekki dæma fólk af útlitinu einu saman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þig fram við að gera drauma þína að veruleika. Ekki dæma fólk af útlitinu einu saman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson