Kaleo í „kitlu“ vinsælla sjónvarpsþátta

Hljómsveitin Kaleo hefur gert garðinn frægan vestanhafs að undanförnu.
Hljómsveitin Kaleo hefur gert garðinn frægan vestanhafs að undanförnu. AFP

Lag íslensku hljómsveitarinnar Kaleo, USA Today, kemur fyrir í kitlu (e. teaser) nýjustu þáttaraðar bandarísku sjónvarpsþáttana Yellowstone.

Þættirnir fjalla um fjölskyldudrama Dutton fjölskyldunnar, sem eru eigendur stærsta búgarðs Montana-ríkis: Yellowstone. 

Hljómsveitin hefur gert garðinn frægan vestanhafs að undanförnu og komu meðal annars fram í spjallþætti Jimmy Kimmel nýlega við góðar undirtektir.

Texti lagsins fjallar um skotvopnaofbeldi í Bandaríkjunum, sem er óneitanlega vandamál þar í landi og er ein helsta dánarorsök bandarískra barna og unglinga.

Kitluna má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson