Prinsessan og seiðmaðurinn gift

Prinsessan og shamaninn.
Prinsessan og shamaninn. AFP

Norska prinsessan Marta Lovísa gekk að eiga hinn bandaríska Durek Verett í dag. Hátíðarhöldin hófust á fimmtudaginn og eru gestir allt frá kóngafólki til raunveruleikastjarna.

Prinsessan er sjálf 52 ára gömul, fráskilin þriggja barna móðir en Verett er 49 ára sjálfsyfirlýstur seiðmaður (shaman).

Verett hefur sætt mikilli gagnrýni í fjölmiðlum frá því að hann og Marta Lovísa tóku saman en honum hefur víða verið lýst sem svindlara og samsæriskenningamanni.

Hefur Verett m.a. varpað fram kenningum um að illir andar geti valdið kynsjúkdómum og að þunglynd börn geti gefið sjálfum sér krabbamein. Hefur Verett sömuleiðis fullyrt að hann sé dæmdur glæpamaður og hafi risið upp frá dauðum.

Hátíðarhöldin hófust á fimmtudaginn og eru gestir allt frá kóngafólki …
Hátíðarhöldin hófust á fimmtudaginn og eru gestir allt frá kóngafólki til raunveruleikastjarna. AFP

Skyggn og talar við engla

Marta Lovísa hefur sjálf ekki sloppið við gagnrýni norsku þjóðarinnar og fjölmiðla vegna trúar sinnar og iðkunar á óhefðbundnum meðferðum. Árið 2007 tilkynnti hún þjóðinni að hún væri skyggn og rak skóla fram til ársins 2018 þar sem hún kenndi nemendum sínum að skapa kraftaverk og að tala við engla.

„Ég hef hlotið mikla gagnrýni í gegnum árin, vegna þess að ég er „spiritúal“ og í Noregi er það tabú,“ sagði prinsessan í viðtali við BBC í fyrra.

Var hún svipt réttinum til að vera kölluð „yðar hátign“ árið 2002 til að geta stofnað sitt eigið fyrirtæki, en fékk þó að halda prinsessutitlinum.

Brúðhjónin að athöfninni lokinni.
Brúðhjónin að athöfninni lokinni. AFP

Varð næstum því krónprinsessa

Í dag vill meira en 54,4% norsku þjóðarinnar að prinsessan verði svipt prinsessutitlinum.

Þetta eru ansi hörð skilaboð frá þjóðinni í ljósi vinsælda Mörtu í gegnum tíðina, en hún var raunar svo vinsæl um tíma að uppi voru umræður um hvort hún ætti að erfa krúnuna í stað bróður síns.

Marta Lovísa er elsta barn konungsins og drottningarinnar en lög í Noregi þegar hún fæddist árið 1971 kváðu á um að elsti sonur konungshjónana skyldi erfa krúnuna. Þeim hefur nú verið breytt fyrir erfingja sem fæðast eftir að nýju lögin voru sett svo Hákon bróðir Mörtu mun að óbreyttu erfa krúnuna.

Má ekki nota titilinn í auglýsingaskyni

Var titill Mörtu sérstaklega til umræðu árið 2022 þegar hún og Verett notuðu titilinn í kynningarherferð fyrir bók Verett. Herferðin var titluð „Prinsessan og Shamaninn“ en Marta náði að semja við konungshúsið um að halda titlinum gegn því að nota hann ekki í auglýsingarskyni aftur.

Hafa að nýju skapast umræður um titil prinsessunnar í ljósi þess að hún og Verett hafa selt ljósmyndaréttindin að brúðkaupinu til slúðurblaðsins Hello!, en vaninn er að fjölmiðlar landsins fái að mynda konungleg brúðkaup.

Virðast umræðurnar hafa náð inn fyrir hallarveggina og hefur krónprinsinn, bróðir Mörtu, sagt að endurskoða þurfi samninginn milli prinsessunnar og konungshússins að brúðkaupinu loknu. Mun því liggja fyrir á næstunni hvort prinsessan sé enn á ný stikkfrí – eða verði endanlega svipt titlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson