Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin

Katla Njálsdóttir og Elín Hall fara með aðalhlutverk í myndinni.
Katla Njálsdóttir og Elín Hall fara með aðalhlutverk í myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska kvikmyndin Ljósbrot hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló og var valin besta norræna kvikmyndin.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að þetta séu fimmtu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots. Kvikmyndin hlaut standandi lófaklapp sem opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Velgengnin lyginni líkust

Jafnframt hafi Ljósbrot einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og framundan eru fjölda kvikmyndahátíða.

„Þessi velgengni Ljósbrots er búin að vera lyginni líkust. En svona kraftaverk gerast ekki af sjálfum sér. Við erum svo heppin að hafa ótrúlega hæfileikaríkan hóp leikara, frábæra listamenn og fagfólk. Og jarðveg sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa verið að rækta undan farin ár. Við megum öll vera stolt,“ er haft eftir Rúnari Rúnarssyni leikstjóra myndarinnar í tilkynningunni.

Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan