Brian May fékk vægt heilablóðfall

Brian May er einn þekktasti gítarleikari í heimi.
Brian May er einn þekktasti gítarleikari í heimi. Ljósmynd/AFP

Brian May, gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Queen, segist vera á góðum batavegi eftir að hafa fengið vægt heilablóðfall fyrir rúmri viku síðan. May greindi frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni á þriðjudag.

May missti skyndilega allan mátt í vinstri handleggnum en hefur nú fengið máttinn að nýju. 

„Þetta var óþægileg tilfinning. Ég hafði enga stjórn á vinstri handleggnum,” sagði gítarleikarinn meðal annars í myndskeiðinu.

May, sem á heiðurinn af þekktustu lögum Queen, sagðist vera afskaplega þakklátur heilbrigðisstarfsfólkinu á Frimley Park-sjúkrahúsinu í Surrey á Englandi og viðurkenndi að vera byrjaður að plokka gítarstrengina á ný eftir erfiða daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir