Breska samkeppniseftirlitið, Competition & Markets Authority (CMA), hefur hafið rannsókn á miðasölu fyrir tónleika bresku rokkhljómsveitarinnar Oasis sem fara fram á næsta ári.
Fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins (BBC) að eftirlitið muni m.a. skoða svokallað breytilegt miðaverð (e. dynamic pricing), og hvernig því hafi verið háttað við miðasöluna.
Eftirlitið mun rannsaka hvort miðasölufyrirtækið Ticketmaster hafi brotið gegn bresku neytendalöggjöfinni.
Fram kemur í umfjöllun BBC, að með því að nota breytilegt verð þá hafi miðar, sem voru keyptir á vef Ticketmaster, hækkað í takti við eftirspurn sem var mjög mikil.
Rannsóknin á að leiða í ljós hvort Ticketmaster hafi selt miða með sanngjörnum og viðunandi hætti. Hvort miðakaupendur hafi verið upplýstir um það fyrirfram að miðaverð hæti hækkað. Einnig hvort þrýst hafi verið á fólk að kaupa miða þar sem tímaramminn var mjög þröngur.
The competition watchdog has launched an investigation into Ticketmaster's Oasis gigs sale and is calling for evidence from fans.@SkyNewsAdele has this update and tells @JayneSeckerSky she was "one of those victims of dynamic pricing".https://t.co/wdu6rEBNlI
— Sky News (@SkyNews) September 5, 2024
📺 Sky 501 pic.twitter.com/V0VvsUVQTJ