Hefja rannsókn á miðasölu á tónleika Oasis

Vegfarandi sést hér ganga fram hjá veggmynd af bræðrunum Liam …
Vegfarandi sést hér ganga fram hjá veggmynd af bræðrunum Liam og Noel Gallagher, sem eru forsprakkar hljómsveitarinnar Oasis. AFP

Breska samkeppniseftirlitið, Competition & Markets Authority (CMA), hefur hafið rannsókn á miðasölu fyrir tónleika bresku rokkhljómsveitarinnar Oasis sem fara fram á næsta ári.

Fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins (BBC) að eftirlitið muni m.a. skoða svokallað breytilegt miðaverð (e. dynamic pricing), og hvernig því hafi verið háttað við miðasöluna. 

Eftirlitið mun rannsaka hvort miðasölufyrirtækið Ticketmaster hafi brotið gegn bresku neytendalöggjöfinni. 

Fram kemur í umfjöllun BBC, að með því að nota breytilegt verð þá hafi miðar, sem voru keyptir á vef Ticketmaster, hækkað í takti við eftirspurn sem var mjög mikil. 

Rannsóknin á að leiða í ljós hvort Ticketmaster hafi selt miða með sanngjörnum og viðunandi hætti. Hvort miðakaupendur hafi verið upplýstir um það fyrirfram að miðaverð hæti hækkað. Einnig hvort þrýst hafi verið á fólk að kaupa miða þar sem tímaramminn var mjög þröngur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan