Pitch Perfect-stjarna játaðist sínum heittelskaða

Platt skaust upp á stjörnu­him­in­inn eft­ir að hann lék titil­hlut­verkið …
Platt skaust upp á stjörnu­him­in­inn eft­ir að hann lék titil­hlut­verkið í söng­leikn­um Dear Evan Han­sen og kynnt­ist parið þegar Gal­vin var feng­inn til þess að taka við hlut­verk­inu af Platt. Skjáskot/Instagram

Hollywood-stjarnan Ben Platt gekk í hjónaband með leikaranum Noah Galvin við glæsilega athöfn að hætti gyðinga í New York-borg á sunnudag. Platt birti myndaseríu frá brúðkaupsdeginum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Platt og Galvin hafa verið saman frá því í byrjun árs 2020. Platt, þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn á Broadway og í kvik­mynd­um á borð við Pitch Per­fect, Dear Evan Han­sen og The People We Hate at the Wedd­ing, fór á skeljarnar í nóvember 2022.

Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og enduðu með fallegri athöfn í menningarmiðstöðinni Pioneer Works í Brooklyn.

Meðal gesta í brúðkaupinu voru leikkonurnar Beanie Feldstein, Kaitlyn Dever og Zoey Deutch.

Platt lauk nýverið tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir steig á svið ásamt leik- og söngvaranum í Los Angeles síðla júlímánaðar og sló tvíeykið heldur betur í geng með glæsilegum flutningi á laginu My Funny Valentine.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir