Rúrik í tökum fyrir gamanmynd á Netflix

Rúrik Gíslason fer með aðalhlutverk í gamanmynd sem væntanleg er …
Rúrik Gíslason fer með aðalhlutverk í gamanmynd sem væntanleg er á streymisveituna Netflix. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur haft nóg að gera frá því hann setti fótboltaskóna á hilluna. Hann hefur að undanförnu verið að reyna fyrir sér í leiklistinni og sló rækilega í gegn með hlutverki sínu í þáttunum um strákabandið IceGuys. 

Rúrik greindi frá því í maí síðastliðnum að hann væri byrjaður í tökum á nýrri kvikmynd í Amsterdam og sagði hlutverkið vera það stærsta hingað til. Nú hefur hann opinberað verkefnið sem er gamanmynd sem væntanleg er á streymisveitunni Netflix.

„Í tökum fyrir fyrstu Netflix myndina mína! Ég er ótrúlega spenntur að geta loksins tilkynnt að ég sé að leika eitt af aðalhlutverkunum í Netflix kvikmynd. Þetta er langþráður draumur að taka á mig svona mikilvægt hlutverk fyrir alþjóðlega streymisveitu, og þetta er sannarlega mikill heiður og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri! Ég hef verið að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk síðan í mars og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur lokaniðurstöðuna,“ skrifaði Rúrik í færslu á Instagram. 

Kvikmyndin er ekki enn komin með nafn en er undir leikstjórn Marco Petry. Ásamt Rúrik eru leikarar á borð við Alexöndru Mariu Löru, Devid Striesow, Önnu Herrmann, Doğu Gürer og Kerim Waller sem fara með hlutverk í myndinni. 

Fram kemur á vef Film.at að Rúrik fari með hlutverk hundaþjálfarans og gúrúsins Noden, sem hjálpar fimm furðulegum hundaeigendum í austurrísku ölpunum að umgangast þrjóska ferfætlinga sína og beitir óvenjulegum aðferðum. „Það verður fljótt ljóst að þeir þurfa sjálfir á atferlismeðferð að halda – ekki fjórfættu félagar þeirra,“ segir í fréttatilkynningu. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Losaðu þig við gamalt dót, þér líður svo miklu betur á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Losaðu þig við gamalt dót, þér líður svo miklu betur á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Moa Herngren