Eins og ástfangnir unglingar eftir 36 ára hjónaband

Kevin Bacon og Kyra Sedgwick eru eitt af glæsilegri hjónum …
Kevin Bacon og Kyra Sedgwick eru eitt af glæsilegri hjónum Hollywood. Samsett mynd

Stjörnuhjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick fögnuðu á dögunum 36 ára brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin, sem láta alltaf eins og ástfangnir unglingar, giftu sig við fallega athöfn þann 4. september árið 1988, sem gerir hjónaband þeirra eitt það langlífasta í Hollywood.

Á þess­um tæp­lega 40 árum hafa hjón­in byggt sér fal­legt heim­ili, far­sæla starfs­ferla í bæði leik­list og tónlist og alið upp tvö börn, son­inn Tra­vis, 35 ára og dótt­ur­ina Sosie, 32 ára.

Bacon deildi fallegu myndskeiði á Instagram-síðu sinni í tilefni af brúðkaupsafmælinu sem sýnir hjónin syngja og slá á létta strengi.

Hjónin tóku lagið Jackson eftir Johnny Cash en sungu það með breyttum lagatexta. Bacon og Sedgwick enduðu flutninginn á ljúfum kossi og er greinilegt að þau eru jafn ástfangin í dag og þau voru í upphafi.

„36 ár með ástinni minni. Hlakka til að slaka á með þér,” skrifaði Bacon við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Kevin Bacon (@kevinbacon)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir