Kendrick Lamar kemur fram á Ofurskálinni

Kendrick Lamar mun koma fram á Ofurskálinni á næsta ári.
Kendrick Lamar mun koma fram á Ofurskálinni á næsta ári. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar mun troða upp á hálfleikstónleikum Ofurskálar NFL-deildarinnar í febrúar í New Orleans.

Rapparinn margverðlaunaði tilkynnti fregnirnar á samfélagsmiðlum sínum í dag. 

„Rapp-tónlist er áhrifamesta tónlistarstefna til þessa. Og ég mun vera þar og minna heiminn á hvers vegna,“ skrifaði Lamar.

Meðal þekktustu smella Lamar eru m.A.A.d city, Humble, Bitch Don't Kill My Vibe og They Not Like Us.

Þykir það mikill heiður að koma fram á tónleikunum. Hér …
Þykir það mikill heiður að koma fram á tónleikunum. Hér má sjá Eminem, Dr. Dre, Mary J. Blige og Snoop Dogg á Ofurskálinni árið 2022. AFP

Tilkynnti óléttuna á sviðinu

Þykir það mikill heiður að koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar en meðal þeirra sem hafa komið þar fram eru Paul McCartney, Beyonce, Michael Jackson og Madonna.

R&B-söngvarinn Usher tróð upp á tónleikunum í ár og árið á undan var það söngkonan Rihanna sem tilkynnti einnig að hún væri ófrísk af öðru barni sínu á sviðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Gættu þess að særa ekki aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Gættu þess að særa ekki aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir