Eiginkona Springsteen með krabbamein

Hjónin hafa verið hamingjusamlega gift frá árinu 1991.
Hjónin hafa verið hamingjusamlega gift frá árinu 1991. Skjáskot/Broadway.com

Patti Scialfa, liðsmaður hljómsveitarinnar E Street Band og eiginkona bandaríska tónlistarmannsins Bruce Springsteen, hefur glímt við krabbamein síðustu sex árin. Scialfa var greind með mergæxli (e. multiple myeloma) árið 2018.

Scialfa ræðir um krabbameinsgreininguna og veikindi sín í nýrri heimildamynd um hljómsveitina, Road Diary: Bruce Springsteen and the E Street Band, sem var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto á sunnudag.

Scialfa, sem hefur spilað og sungið við hlið eiginmanns síns í hartnær 40 ár, hefur lítið sem ekkert tekið þátt í tónleikahaldi sveitarinnar síðustu ár vegna veikindanna.

„Tónleikaferðalögin hafa reynst mér erfið síðustu misseri. Veikindin hafa mikil áhrif á ónæmiskerfið mitt og ég verð því að fara varlega. Ég stíg einstaka sinnum á svið og tek eitt eða tvö lög með sveitinni, það heldur mér gangandi.”

Scialfa gekk til liðs við E Street Band árið 1984 og giftist Springsteen árið 1991. Hjónin eiga þrjú uppkomin börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir