Beyoncé ekki tilnefnd til kántríverðlaunanna

Beyoncé gerði allt vitlaust með lagi sínu Texas Hold'Em.
Beyoncé gerði allt vitlaust með lagi sínu Texas Hold'Em. Skjáskot/Instagram

Stórstjarnan Beyoncé hlaut ekki tilnefningu til bandarísku kántríverðlaunanna (e. Country Music Association Awards) þrátt fyrir að eiga eitt vinsælasta kántrílag ársins, Texas Hold’Em.

Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar á mánudag.

Þeir sem hlutu tilnefningar fyrir lag ársins eru Parker McCollum, Cody Johnson, Post Malone og Chris Stapleton, en tónlistarmaðurinn Morgan Wallen hlaut flestar tilnefningar, eða sjö talsins.

Aðdáendur Beyoncé eru sagðir pirraðir enda finnst mörgum hún eiga skilið að hljóta viðurkenningu fyrir lagið sem og plötuna Cowboy Carter. 

Lagið Texas Hold’Em var frumflutt þann 11. febrúar síðastliðinn og náði strax toppsæti bandaríska Billboard-listans.

Bandaríska söngkonan Tracy Chapman, best þekkt fyrir lög á borð við Fast Car og Talkin’ About a Revolution, varð fyrsta blökkukonan til að hljóta kántríverðlaunin fyrir lag ársins.

Hún hreppti verðlaunin á síðasta ári fyrir endurgerð á lagi sínu Fast Car sem hún flutti ásamt kántrísöngvaranum Luke Combs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áróður og dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yfirborðið í dag. Auðvitað er alltaf betra að vera háttvís en hlutdrægni þín gæti komið í veg fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áróður og dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yfirborðið í dag. Auðvitað er alltaf betra að vera háttvís en hlutdrægni þín gæti komið í veg fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir