Nýja kærastan sögð yngri en börnin

Penn og Nicov.
Penn og Nicov. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikarinn Sean Penn er sagður vera kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Valeria Nicov og er leikkona frá Moldavíu. Rúmlega 30 ára aldursmunur er á parinu, en Nicov er sögð vera á þrítugsaldri og Penn er 64 ára gamall.

Myndir náðust af Penn og Nicov deila eldheitum kossi í Madrid á laugardagskvöldið.

Penn hefur verið einn fremsti kvikmyndaleikari í heimi síðustu áratugi en Nicov er rétt að byrja ferilinn og hefur farið með nokkur smáhlutverk í erlendum kvikmyndaverkefnum.

Penn er þrískilinn og tveggja barna faðir.

Hann kvæntist söngkonunni Madonnu árið 1985 og skildi við hana fjórum árum síðar. Leikarinn gekk í hjónaband með Robin Wright árið 1996 og var giftur henni til ársins 2010. Þau eiga tvö uppkomin börn.

Síðar kvæntist hann áströlsku leikkonunni Leilu George en þau voru gift í tvö, frá 2020 til 2022. George er á svipuðum aldri og börn Penn en Nicov er sögð vera yngri en börn leikarans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir