Myndband: Bjarkey dansaði með norskri samfélagsmiðlastjörnu

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Kjetil Krogstad tóku dansspor saman!
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Kjetil Krogstad tóku dansspor saman! Skjáskot/Instagram

Á dögunum komu aðstoðarmenn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, mat­vælaráðherra og þingmanni Vinstri grænna, henni verulega á óvart þegar þau skipulögðu óvænt atriði fyrir hana.

Þau fengu norsku samfélagsmiðlastjörnuna Kjetil Krogstad til að dansa með ráðherranum, en Kjetil hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir skemmtileg dansmyndbönd klæddur í dökkblá jakkaföt með rautt bindi. 

„Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er Bjarkey mjög dugleg að deila vídjóum af þessum. Hann Kjetil kom frá Noregi og við fréttum að hann væri á Íslandi þannig að við erum búin að stilla upp hérna óvæntum fundi þeirra. Hún veit ekki að hann er hérna, en hún er á leiðinni,“ er útskýrt í upphafi myndbandsins. 

Því næst má sjá Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bíða eftir Bjarkeyju, en hann var fenginn til þess að taka þátt í uppákomunni. 

Þegar Bjarkey hafði svo fengið sér sæti hjá Guðmundi heyrist Kjetil kalla: „Bjarkey, Bjarkey, Bjarkey“ um leið og hann kemur dansandi að borðinu með kaffibolla. Bjarkey tekur vel á móti honum og stóð upp og tók nokkur dansspor með samfélagsmiðlastjörnunni. Atriðið virðist hafa hitt beint í mark hjá ráðherranum!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir