Hrósað af borgarbúum fyrir flottan líkama

Gummi kíró vakti athygli borgarbúa fyrir klæðaburð sinn og líkamsvöxt.
Gummi kíró vakti athygli borgarbúa fyrir klæðaburð sinn og líkamsvöxt. Samsett mynd

Guðmundur Birkir Pálmason, best þekktur sem Gummi kíró, er nýlentur á klakanum eftir ævintýralega daga í borg borganna, New York.

Samfélagsmiðlastjarnan fylgdi sambýliskonu sinni Línu Birgittu Sigurðardóttur fatahönnuði til stórborgarinnar og sat á fremsta bekk er hún frumsýndi nýja fatalínu íþróttavörumerkisins Define The Line Sport á viðburði tengdum New York Fashion Week. 

Guðmundur er afar stoltur af konu sinni og hefur birt fjöldann allan af myndum og myndskeiðum frá ferð þeirra á Instagram-síðu sinni síðastliðna daga. 

Í einni færslunni vakti hann sérstaka athygli á almennilegheitum borgarbúa og sagðist hafa fengið mikið hrós fyrir klæðaburð sinn og líkamsbyggingu og sömuleiðis upplifað hlýlegt viðmót hvar sem hann kom. Guðmundur hvetur því landsmenn til að taka sér þetta til fyrirmyndar.

„Ég elskaði þennan tíma í NY og var alls ekki tilbúinn að koma heim. 

Ég fór að velta því fyrir mér því venjulega er ég alltaf mjög spenntur að koma heim. Ég komst að því að partur að því væri veðrið, borgin, fríið, félagsskapurinn og maturinn en fyrst og fremst var það viðmótið frá fólkinu í borginni. 

Ég fékk svo oft hrós og fallegt viðmót frá fólki sem ég þekkti ekki neitt og mörg hrós um outfittin, útlitið og góðmennskuna ef ég opnaði fyrir einhvern eða var kurteis og meira að segja fékk ég hrós um flottan líkama. 

Við höfum öll jafn mikla þörf fyrir það að vera séð sem manneskjur og þegar annað fólk tekur eftir einhverju fallegu, flottu, skemmtilegu og frábæru í okkar fari mættum við öll vera miklu duglegri að hrósa hvort öðru þó svo að við þekkjumst eða ekki. 

Ég ætla allavega að vera duglegri að hrósa.

Eitt hrós eða eitt bros getur gert daginn eða jafnvel vikuna fyrir einhvern annan,“ skrifaði kírópraktorinn sívinsæli. 

Gummi kíró hvetur landsmenn til að taka hrósa hvor öðrum.
Gummi kíró hvetur landsmenn til að taka hrósa hvor öðrum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup