Þrír liðsmenn hafa bæst við leikarahóp SNL

Grínið heldur áfram!
Grínið heldur áfram! Skjáskot/IMDb

Þrír liðsmenn hafa bæst við leikarahóp bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live. Þeir voru kynntir til leiks á samfélagsmiðlasíðu þáttarins í gærdag.

Ashley Padilla, Emil Wakim og Jane Wickline, sem öll eiga bakgrunn í spunaleik, munu stíga á svið þann 28. september næstkomandi þegar 50. þáttaröð af Saturday Night Live fer í loftið.

Leikararnir Chloe Troast, Molly Kearney og Punkie Johnson munu ekki snúa aftur.

Grínþátturinn fagnar 50 ára afmæli sínu í október á næsta ári, en fyrsti þátturinn fór í loftið þann 11. október 1975 og var það George Carlin heitinn sem fór á kostum sem gestastjórnandi.

Lorne Michaels, maður­inn á bak við lang­líf­asta gam­anþátt í banda­rískri sjón­varps­sögu, hef­ur látið hafa það eft­ir sér að hann vilji fylgja Sat­ur­day Nig­ht Live í gegn­um 50. þáttaröðina, en margir telja líklegt að serían muni ljúka göngu sinni eftir 50 ár á skjánum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir