Einn stærsti vaxtarræktarmaður í heimi látinn

Margir hafa minnst Yefimchyk á samfélagsmiðlum síðustu daga.
Margir hafa minnst Yefimchyk á samfélagsmiðlum síðustu daga. Skjáskot/Instagram

Hvítrússneski vaxtarræktarmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Illia „Golem” Yefimchyk er látinn aðeins 36 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall.

Eiginkona Yefimchyk staðfesti fregnirnar á Instagram-síðu sinni.

Yefimchyk fékk hjartaáfall þann 6. september síðastliðinn og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann lést tveimur dögum seinna.

Vaxtarræktarmaðurinn, jafnan kallaður The Mutant, hafði sankað að sér gífurlegum fjölda fylgjenda á Instagram og birti reglulega færslur um lyftingar og sýndi frá lífinu í líkamsræktarstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir