Skilur við sjálfa sig eftir eins árs hjónaband

Áhrifavalduinn Suellen Carey hefur ákveðið að skilja við sjálfa sig …
Áhrifavalduinn Suellen Carey hefur ákveðið að skilja við sjálfa sig eftir eins árs hjónaband. Skjáskot/Instagram

Suellen Carey, áhrifavaldur og eftirherma Mariuh Carey, vakti heimsathygli á síðasta ári þegar hún giftist sjálfri sér við heldur sérkennilega athöfn í Lundúnum. Þetta óhefðbundna hjónaband varð ekki langlíft en Carey hefur nú greint frá því að hún sé að skilja við sjálfa sig.

Í samtali við breska fjölmiðilinn Mirror viðurkenndi Carey að hafa átt í miklum erfiðleikum með að skuldbinda sig.

„Það er mikilvægt að vita hvenær á að binda enda á eitthvað,” sagði Carey meðal annars þegar hún var spurð út í ákvörðun sína. „Að sjá fyrir sjálfum sér og standa við eigin væntingar er mjög krefjandi.”

Carey, sem er með hátt í 500.000 fylgjendur á Instagram, reyndi allt sem hún gat til að koma í veg fyrir þessa ákvörðun og leitaði sér aðstoðar hjá hjónabandsráðgjafa. En eftir vandlega íhugun ákvað hún að slíta hjónabandinu og leitar nú að eiginmanni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka