Snerting framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Snerting, í leikstjórn Baltasar Kormáks, hefur verið vel tekið.
Snerting, í leikstjórn Baltasar Kormáks, hefur verið vel tekið. Ljósmynd/Lilja Jóns

Kvik­mynd­in Snerting verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna á næsta ári, að því er segir í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA).

Mynd­in var val­in af dóm­nefnd ÍSKSA sem í sátu full­trú­ar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, kvikmyndagagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands.

Þann 17. desember verður tilkynnt um stuttlista erlendra kvikmynda fyrir Óskarsverðlaunin en tilnefningar til verðlaunanna sjálfra verða ekki tilkynntar fyrr en 17. janúar á næsta ári.

Snerting er einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 sem verða opinberuð á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 22. október.

Umsögn dómnefndar ÍSKA í heild sinni:

Snerting er í senn epísk og afskaplega mannleg saga um tilfinningar, ást, eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlast merkingu þegar horft er til baka.

Í Snertingu er unnið með klassísk þemu og frásagnarstef á nýstárlegan og listrænan máta. Mögulega er hægt að endurheimta ástina sem rann aðalpersónunum úr greipum áratugum fyrr, en spurningin hvað það þýðir og hvað hefur glatast liggur myndinni til grundvallar.

Á sama tíma og unnið er með þessi klassísku stef eru þau framsett með óvenjulegri sjónrænni fágun og næmni, og hinn þverþjóðlegi söguheimur er kallaður fram ekki sem bakgrunnur heldur burðarstólpi í sjálfri ástarsögunni; inn í viðkynningu Miko og Kristófers eru þræddir sögulegir og menningarlegir þættir sem bæði sameina og sundra.

Tengingarnar milli parsins og ástin sjálf birtast í lýsingu og sjónarhorni, birtunni sem umlykur líkama þeirra og hvernig þeir samtvinnast og snertast, í rýmisvenslunum í eldhúsinu alveg eins og því sem er sagt.

Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild.

Egill Ólafsson í Snertingu.
Egill Ólafsson í Snertingu. Ljósmynd/Lilja Jóns
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lánið virðist leika við þig þessa dagana og þér er óhætt að njóta þess meðan það stendur. Dragðu það fram eftir degi að segja öðrum til syndanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Moa Herngren
4
Jojo Moyes
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lánið virðist leika við þig þessa dagana og þér er óhætt að njóta þess meðan það stendur. Dragðu það fram eftir degi að segja öðrum til syndanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Moa Herngren
4
Jojo Moyes
5
Birgitta H. Halldórsdóttir