Gaman að kynnast þér

Nordic Affect er að hefja vetrartónleikaröð sína næstkomandi þriðjudag, 17. …
Nordic Affect er að hefja vetrartónleikaröð sína næstkomandi þriðjudag, 17. september, í Mengi. Ljósmynd/Aðsend

Nordic Affect er að hefja vetrartónleikaröð sína í Mengi þann 17. ­september. „Gaman að kynnast þér“ er yfirskrift fyrstu tónleikanna og á þeim er ætlunin að athuga hvað gerist þegar tónlistarmenn sem leika á barokkhljóðfæri, víetnömsk hljóðfæri og gervigreindarhljóðfæri mætast. 

„Yfirleitt erum við fjórar í Nordic Affect en í þessari tónleikaröð erum við tvær úr hópnum, ég á barokkfiðlu og Guðrún Óskarsdóttir á sembal,“ segir Halla.

Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur. Gagnrýnendur innanlands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir „samlegðaráhrif flytjenda“, lýst honum sem „þverfaglegu náttúruafli“ og sem „gersemi í íslensku tónlistarlífi“.

Halla Steinunn Stefánsdóttir listrænn stjórnandi Nordic Affect.
Halla Steinunn Stefánsdóttir listrænn stjórnandi Nordic Affect. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af hverju „Gaman að kynnast þér“?

„Við erum akkúrat núna að renna inn í æfingaferlið, sem er í raun tilraunamennskan í þessu. Við erum að fara að kynnast hvert öðru í gegnum hljóðfærin okkar og sköpunina og þess vegna er yfirskriftin gaman að kynnast þér.“

Húsið í Mengi opnar klukkan 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:00. Miðasala fer fram við hurð.

Lesa má ítarlegra viðtal við Höllu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir