Er Hollywood-parið að taka saman á ný?

Lopez og Affleck innileg á veitingastað.
Lopez og Affleck innileg á veitingastað. Ljósmynd/AFP

Hollywood-stjörnurnar Jennifer Lopez og Ben Affleck sáust saman á Beverly Hills-hótelinu í Kaliforníu á laugardag.

Lopez og Affleck nutu stundarinnar og snæddu hádegisverð ásamt börnum sínum á fimm stjörnu veitingastaðnum Polo Lounge.

Hjónin, sem standa í skilnaði, vöktu að vonum mikla athygli viðstaddra þar sem þau héldust í hendur öðru hvoru og gældu hvort við annað. 

Börnin sátu á öðru borði, burt frá foreldrum sínum, og virtust leyfa þeim að eiga notalega stund í ró og næði.

Lopez sótti um skilnað frá Affleck síðla ágústmánaðar eftir tveggja ára hjónaband og var ástæðan sögð vera óásættanlegur ágreiningur. 

Nú er bara spurning hvort að stjörnuparið sé hætt við að skilja?

Lopez og Aff­leck eiga langa sögu sund­ur og sam­an. Þau voru áður trú­lofuð og ætluðu að gifta sig í sept­em­ber 2003 en hættu svo sam­an í byrj­un árs 2004. Þau voru svo vin­ir og byrjuðu aft­ur sam­an 17 árum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar