Liðsmaður Jackson 5 látinn

Tito Jackson.
Tito Jackson. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson er látinn sjötugur að aldri. Banamein hans er óljóst á þessari stundu. 

Jackson gerði garðinn frægan ásamt bræðrum sínum, þar á meðal Michael Jackson heitnum, í hljómsveitinni Jackson 5 á sjöunda áratug 20. aldar. Sveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við ABC, Blame it on the Boogie og I Want You Back.

Steve Manning, fjölskylduvinur og fyrrverandi umboðsmaður sveitarinnar, greindi frá andlátinu við bandarísku fréttaveituna Entertainment Tonight. 

Synir tónlistarmannsins staðfestu andlát föður síns á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by 3T (@3tworld)

Tito Jackson er látinn.
Tito Jackson er látinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir