Shōgun, The Bear og Baby Reindeer óumdeildir sigurvegarar

Japönsku leikararnir Anna Sawai og Hiroyuki Sanada sigruðu bæði fyrir …
Japönsku leikararnir Anna Sawai og Hiroyuki Sanada sigruðu bæði fyrir leik sinn í þáttaröðinni Shōgun. AFP

Þáttaraðirnar Shōgun, The Bear og Baby Reindeer sópuðu til sín verðlaunum á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Allar hlutu þær fjögur Emmy-verðlaun hvor. 

Þá fengu leikararnir Hiroyuki Sanada og Anna Sawai verðlaun fyrir hlutverk sín í þáttunum Shōgun. Bæði voru valin bestu aðalleikararnir í dramaþáttaröð. 

Leikarinn Jeremy Allen White var valinn besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Bear. Þá fengu aukaleikararnir Ayo Edebiri, Liza Colón-Zayas og Jamie Lee Curtis einnig verðlaun fyrir hlutverk sín í þáttunum. 

Leikkonan Jean Smart var valin besta grínleikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hacks, en þáttaröðin var einnig valin besta gamanþáttaröðin. 

Jessica Gunning og Richard Gadd hrepptu verðlaun fyrir hlutverk sín í smáþáttaröðinni Baby Reindeer.

Lista yfir verðlaunahafa má finna á vef CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes