Móðir Michaelu DePrince lést sólarhring á eftir dóttur sinni

Ballerínan Michaela DePrince lést aðeins 29 ára að aldri.
Ballerínan Michaela DePrince lést aðeins 29 ára að aldri. Samsett mynd

Fjölmiðlar greindu frá andláti ballerínunnar Michaelu DePrince um síðastliðna helgi, en hún lést skyndilega aðeins 29 ára að aldri. Nú hefur verið greint frá því að móðir hennar, Elaine DePrince, sé einnig látin.

Fram kemur á vef Daily Mail að Elaine hafi látist þann 11. september síðastliðinn, aðeins sólarhring eftir að dóttir hennar lést. Greint var frá andláti hennar í Facebook-færslu.

„Móðir hennar, Elaine, lést í hefðbundinni undirbúningsaðgerð 11. september. Michaela lést á undan Elaine, og Elaine vissi ekki af andláti Michaelu þegar hún fór í aðgerðina,“ stendur í færslunni.

„Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá virðast dauðsföllin tvö vera algjörlega ótengd. Eina leiðin fyrir okkur til að skilja þetta er að Elaine, sem hafði þegar misst þrjú börn fyrir mörgum árum, hafi verið hlíft af Guði við þeim sársauka sem fylgir því að missa fjórða barnið,“ kemur einnig fram í færslunni. 

Michaela var annar sólóisti í Boston-ballettinum og dansaði áður í hollenska þjóðarballettinum og Dansleikhúsinu í Harlem. Andlát hennar var tilkynnt á Facebook-síðu hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir