Sigga Ózk og Elísabet hrepptu draumahlutverkin

Söngkonurnar munu tala og syngja fyrir Glindu og Elphöbu.
Söngkonurnar munu tala og syngja fyrir Glindu og Elphöbu. Samsett mynd

Íslensku söngkonurnar Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, jafnan kölluð Sigga Ózk, og Elísabet Ormslev munu talsetja hlutverk nornanna Glindu og Elphöbu í kvikmyndaútgáfu söngleiksins sívinsæla Wicked. 

Báðar greindu þær frá gleðitíðindunum á Instagram.

„AAH! Tilkynning: ég mun tala og syngja fyrir Glindu (aka Miss Grande) í íslensku talsetningunni á Wicked,“ skrifaði Sigga Ózk við skemmtilega myndaseríu af sér íklædd ljósbleikum kjól í anda Glindu. 

View this post on Instagram

A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk)

Elísabet birti einnig sólríka sjálfu er hún tilkynnti tíðindin og heiðraði karakter Elphöbu með því að mála neglurnar grænar. 

„Svo spennt að tilkynna að ég mun tala og syngja fyrir Elphöbu í íslensku talsetningunni af Wicked. Fékk mér neglur í stíl og allt,“ skrifaði Elísabet. 

Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús hérlendis þann 22. nóvember næstkomandi. Með aðalhlutverkin fara þær Ariana Grande og Cynthia Erivo.

Söngleikurinn Wicked er einn langlífasti söngleikur allra tíma á Broadway en hann var frumsýndur þann 8. október 2003 og fagnar því 21 árs sýningarafmæli á komandi vikum.

Leikkonurnar Idina Menzel og Kristin Chenoweth léku hlutverkin upprunalega en fjölmargar afburða leikkonur hafa farið með hlutverkin í gegnum þetta áralanga sýningartímabil.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Loka