Ástin slokknuð sjö vikum eftir Love Island

Joey Essex og Jessy Potts féllu hvort fyrir öðru í …
Joey Essex og Jessy Potts féllu hvort fyrir öðru í elleftu þáttaröð Love Island. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjörnurnar Joey Essex og Jessy Potts eru hætt saman aðeins sjö vikum eftir að þau yfirgáfu Love Island-villuna á ástareyjunni fögru. 

Fyrrverandi parið kynntist í nýjustu seríu raunveruleikaþáttanna Love Island og urðu ástfangin. Nú hafa þau staðfest sambandsslit sín í samtali við The Sun. 

„Því miður höfum við ákveðið að slíta sambandinu en ég vona að við getum haldið áfram að vera vinir. Ég óska Jessy innilega alls hins besta með hvað sem hún ákveður að gera í framtíðinni,“ sagði Essex.

„Ég er þakklát fyrir Love Island-reynsluna sem ég fékk með Joey, við reyndum að láta þetta ganga en það átti greinilega ekki að virka,“ sagði Potts.  

Þó nokkur Love Island-pör úr seríunni hafa nýlega tilkynnt sambandsslit sín, en auk Essex og Potts hafa bæði Mathilda og Sean, og Harriett og Ronnie slitið sambandi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar