Segir eiginkonu sína glíma við drykkjufíkn

Michael Madsen er vel þekktur í Hollywood.
Michael Madsen er vel þekktur í Hollywood. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Michael Madsen hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni DeÖnnu Madsen eftir 28 ára hjónaband.

Tímaritið People greinir frá þessu og segir hjónin hafa skilið að borði og sæng skömmu eftir að sonur hjónanna framdi sjálfsvíg í ársbyrjun 2022. 

Í skilnaðarpappírunum sem Madsen lagði fram á þriðjudag segir hann ástæðu skilnaðarins óásættanlegan ágreining. Leikarinn segir eiginkonu sína glíma við drykkjufíkn og telur að hegðun hennar og vanræksla hafi leitt til dauða sonar þeirra.

Madsen gerir kröfu um nálgunarbann. 

Madsen, best þekkt­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­un­um Reservo­ir Dogs, Kill Bill, Thelma & Louise og Free Willy, var handtekinn síðla ágústmánaðar grunaður um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni. Honum var sleppt úr haldi eft­ir að hann greiddi 20.000 banda­ríkja­dali, eða því sem sam­svar­ar tæp­lega þrem­ur millj­ón­um ís­lenskra króna, í lausn­ar­gjald.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka