Þrefaldur Óskarsverðlaunahafi heiðraður á RIFF

Hrönn Marinósdóttir stofnaði hátíðina árið 2004.
Hrönn Marinósdóttir stofnaði hátíðina árið 2004. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin dagana 26. september til 6. október í Háskólabíói og Norræna húsinu. Hátíðin hefur vaxið og dafnað frá stofnun hennar árið 2004.

Um er að ræða einn af stærstu viðburðum borgarinnar og í ár verður fjölbreytnin með mesta móti en sýndar verða kvikmyndir frá um 50 löndum.

Þekkt nöfn úr kvikmyndaheiminum láta sig ekki vanta en suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-ho verður heiðraður sérstaklega á hátíðinni en hann hefur hlotið Óskarsverðlaunin þrisvar.

Þá mun þýska kvikmyndaleikkonan Nastassja Kinski einnig vera heiðursgestur hátíðarinnar og sænski leikstjórinn Jonas Åkerlund mæta.

Tilda Swinton og Julianne Moore leika í kvikmyndinni The Room …
Tilda Swinton og Julianne Moore leika í kvikmyndinni The Room Next Door sem sýnd er á RIFF. Skjáskot/Aðsent

Bíó frekar ódýr skemmtun

Hrönn Marinósdóttir stjórnandi hátíðarinnar bendir á að hlutverk menningartengdra viðburða á borð við RIFF sé annað og meira en bara að afla tekna fyrir þjóðarbúið með auknum straumi ferðamanna, sem þó er mikilvægt.

„Nú er mikið í umræðunni að samfélagið sé að veikjast og að það vanti mikið upp á samvitund og samstöðu fólks. Við séum öll bara í símanum. Það þarf að færa fólk nær hvað öðru og það er einmitt hlutverk þessara stóru viðburða á borð við RIFF. Fólk kemur í bíó og setur sig inn í samfélög og aðstæður fólks víða um heim en margar myndanna eru að varpa ljósi á ástand heimsins.

Í kvikmyndinni The Substance leikur Demi Moore fyrrverandi stjörnu sem …
Í kvikmyndinni The Substance leikur Demi Moore fyrrverandi stjörnu sem tekur inn svartamarkaðslyf til að yngja sig upp. Skjáskot/Aðsent

Einnig er sagt að bilið á milli fátækra og ríkra sé að aukast og að þá verði samfélögin verri. Í því samhengi má benda á að bíóið er enn þá tiltölulega ódýr skemmtun sem býður upp á endalausa möguleika til fræðslu og upplifunar og RIFF er þannig hátíð að hún höfðar til margra samfélagshópa og aldurshópa.

Það er svo fallegt að mæta á hátíð eins og RIFF og sjá að þarna er fólk úr öllum stéttum samfélagsins sem situr saman í bíósal og er að horfa á myndir alls staðar að úr heiminum. Viðfangsefnið er að sama skapi fjölbreytt, allt frá gróðureldum í Afríku yfir í vísindaskáldskap.

Svo þegar myndin er búin getur maður sest niður og spjallað um efnistök myndanna við nærstadda. Oft er leikstjóri myndarinnar viðstaddur og til í spjall. Þetta finnst mér mikilvægast. Að koma saman og hittast. Hafa tækifæri til þess að ferðast um heiminn og setja sig í aðstæður annarra en það er þannig sem við aukum samvitundina og samkennd í samfélaginu,“ segir Hrönn.

Ítarlegt viðtal við Hrönn má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen