Þrefaldur Óskarsverðlaunahafi heiðraður á RIFF

Hrönn Marinósdóttir stofnaði hátíðina árið 2004.
Hrönn Marinósdóttir stofnaði hátíðina árið 2004. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin dagana 26. september til 6. október í Háskólabíói og Norræna húsinu. Hátíðin hefur vaxið og dafnað frá stofnun hennar árið 2004.

Um er að ræða einn af stærstu viðburðum borgarinnar og í ár verður fjölbreytnin með mesta móti en sýndar verða kvikmyndir frá um 50 löndum.

Þekkt nöfn úr kvikmyndaheiminum láta sig ekki vanta en suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-ho verður heiðraður sérstaklega á hátíðinni en hann hefur hlotið Óskarsverðlaunin þrisvar.

Þá mun þýska kvikmyndaleikkonan Nastassja Kinski einnig vera heiðursgestur hátíðarinnar og sænski leikstjórinn Jonas Åkerlund mæta.

Tilda Swinton og Julianne Moore leika í kvikmyndinni The Room …
Tilda Swinton og Julianne Moore leika í kvikmyndinni The Room Next Door sem sýnd er á RIFF. Skjáskot/Aðsent

Bíó frekar ódýr skemmtun

Hrönn Marinósdóttir stjórnandi hátíðarinnar bendir á að hlutverk menningartengdra viðburða á borð við RIFF sé annað og meira en bara að afla tekna fyrir þjóðarbúið með auknum straumi ferðamanna, sem þó er mikilvægt.

„Nú er mikið í umræðunni að samfélagið sé að veikjast og að það vanti mikið upp á samvitund og samstöðu fólks. Við séum öll bara í símanum. Það þarf að færa fólk nær hvað öðru og það er einmitt hlutverk þessara stóru viðburða á borð við RIFF. Fólk kemur í bíó og setur sig inn í samfélög og aðstæður fólks víða um heim en margar myndanna eru að varpa ljósi á ástand heimsins.

Í kvikmyndinni The Substance leikur Demi Moore fyrrverandi stjörnu sem …
Í kvikmyndinni The Substance leikur Demi Moore fyrrverandi stjörnu sem tekur inn svartamarkaðslyf til að yngja sig upp. Skjáskot/Aðsent

Einnig er sagt að bilið á milli fátækra og ríkra sé að aukast og að þá verði samfélögin verri. Í því samhengi má benda á að bíóið er enn þá tiltölulega ódýr skemmtun sem býður upp á endalausa möguleika til fræðslu og upplifunar og RIFF er þannig hátíð að hún höfðar til margra samfélagshópa og aldurshópa.

Það er svo fallegt að mæta á hátíð eins og RIFF og sjá að þarna er fólk úr öllum stéttum samfélagsins sem situr saman í bíósal og er að horfa á myndir alls staðar að úr heiminum. Viðfangsefnið er að sama skapi fjölbreytt, allt frá gróðureldum í Afríku yfir í vísindaskáldskap.

Svo þegar myndin er búin getur maður sest niður og spjallað um efnistök myndanna við nærstadda. Oft er leikstjóri myndarinnar viðstaddur og til í spjall. Þetta finnst mér mikilvægast. Að koma saman og hittast. Hafa tækifæri til þess að ferðast um heiminn og setja sig í aðstæður annarra en það er þannig sem við aukum samvitundina og samkennd í samfélaginu,“ segir Hrönn.

Ítarlegt viðtal við Hrönn má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Loka