Þekktir leikarar og lúxuskerrur

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október …
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október og fram í miðjan nóvember. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir tökur á kvikmyndinni Reykja­vík: A Cold War Saga sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986. Leitað er að lúxusbílum frá þessum tíma og fjölmargir íslenskir leikarar hafa farið í prufur í von um að fá hlutverk í myndinni.

Greint var frá því í síðasta mánuði að þrír þekktir leikarar hefðu verið ráðnir í helstu hlutverk. Jeff Daniels mun leika Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, Jared Harris mun leika Mikhaíl Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna og óskarsverðlauna­haf­inn J.K. Simmons mun fara með hlut­verk George Shultz utan­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október og fram í miðjan nóvember. Þær munu eðli málsins samkvæmt að mestu fara fram í Höfða. Búast má við miklu umstangi en um eitt hundrað manns munu starfa við framleiðsluna sem kvikmyndafyrirtækið Pegasus sér um. Þar af verða um 80 Íslendingar.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen