Þekktir leikarar og lúxuskerrur

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október …
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október og fram í miðjan nóvember. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Und­ir­bún­ing­ur stend­ur nú yfir fyr­ir tök­ur á kvik­mynd­inni Reykja­vík: A Cold War Saga sem fjall­ar um leiðtoga­fund­inn í Höfða árið 1986. Leitað er að lúx­us­bíl­um frá þess­um tíma og fjöl­marg­ir ís­lensk­ir leik­ar­ar hafa farið í pruf­ur í von um að fá hlut­verk í mynd­inni.

Greint var frá því í síðasta mánuði að þrír þekkt­ir leik­ar­ar hefðu verið ráðnir í helstu hlut­verk. Jeff Daniels mun leika Ronald Reag­an Banda­ríkja­for­seta, Jared Harris mun leika Mik­haíl Gor­bat­sjov leiðtoga Sov­ét­ríkj­anna og ósk­ar­sverðlauna­haf­inn J.K. Simmons mun fara með hlut­verk Geor­ge Shultz utan­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins munu tök­ur fara fram frá miðjum októ­ber og fram í miðjan nóv­em­ber. Þær munu eðli máls­ins sam­kvæmt að mestu fara fram í Höfða. Bú­ast má við miklu umstangi en um eitt hundrað manns munu starfa við fram­leiðsluna sem kvik­mynda­fyr­ir­tækið Pega­sus sér um. Þar af verða um 80 Íslend­ing­ar.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell