Abba-stjarna í hnapphelduna í þriðja sinn

Björn Ulvaeus er tvískilinn.
Björn Ulvaeus er tvískilinn. Skjáskot/Pinterest

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus gekk í hnapphelduna í þriðja sinn um helgina. Ulvaeus, best þekktur fyrir að vera einn af liðsmönnum ABBA, giftist Christinu Sas í fallegri athöfn í Kaupmannahöfn á laugardag. Sænsk-breska sjónvarpsstjarnan Sandi Toksvig gaf hjónin saman.

Ulvaeus greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni samdægurs. 

„Í dag, þann 21. september 2024, giftist Björn Ulvaeus Christina Sas frá Herning í Danmörku. Þau kynntust í Nürnberg árið 2021 í tengslum við útgáfu síðustu plötu ABBA, Voyage, og hófu sambúð vorið 2022. Brúðkaupið fór fram í Kaupmannahöfn í viðurvist náinna vina og fjölskyldu,“ skrifaði Ulvaeus við fallega myndaseríu af hjónunum á brúðkaupsdaginn.

Ekki er vitað hvort liðsmenn ABBA hafi verið meðal brúðkaupsgesta en Ulvaeus var kvæntur söngkonunni Agnethu Fältskog á hápunkti frægðar sveitarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen