Drottning um drottingu: „Hún er mega töff“

Mary Danadrottning segir tengdamóður sína, Margréti Þórhildi Danadrottningu, heilsast vel …
Mary Danadrottning segir tengdamóður sína, Margréti Þórhildi Danadrottningu, heilsast vel miðað við aðstæður. Samsett mynd/AFP

Mary Dana­drottn­ing tjáði sig um líðan tengdamóður sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningu sem féll í Friðriksborgarhöll í síðustu viku.

Hún var útskrifuð af Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn fyrir helgi en hún hafði brotnað á vinstri hendi auk þess sem hálsliðir hennar urðu fyrir hnjaski. Drottningin mun ganga með hálskraga næstu mánuði.

Danska ríkisútvarpið greindi frá.

Heldur góða skapinu á lofti

„Miðað við aðstæður hefur hún það mjög gott. Ég hef fengið tækifæri til að heimsækja hana nokkrum sinnum eftir að hún kom heim,“ sagði Mary í svari við spurningu danskra fjölmiðla um líðan tengdamóður sinnar.

„Hún er mega töff.“

Spurð hvort Margrét Þórhildur geti haldið góða skapinu á lofti þrátt fyrir fallið kímir Mary og svarar játandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan