Eftirlíking af Friends-sófanum seldist á fjórar milljónir

Sófinn var sjöundi meðlimur vinahópsins sívinsæla.
Sófinn var sjöundi meðlimur vinahópsins sívinsæla. Skjáskot/IMDb

Eftirlíking af appelsínugula Friends-sófanum var seld á uppboði hjá Julien's Auctions á dögunum. Sófinn seldist á heilar fjórar milljónir íslenskra króna, eða 29.250 bandaríkjadali, og langt umfram áætlað verð sem var á milli 350 - 400 þúsund krónur. 

Uppboðið var haldið í tilefni af 30 ára frumsýningarafmæli Friends, en fyrsti þátturinn fór í loftið þann 22. september 1994. Friends, sem er einn farsælasti sjónvarpsþáttur allra tíma, lauk göngu sinni árið 2004 eftir tíu þáttaseríur. 

Upprunalegi sófinn var staðsettur á Central Perk-kaffihúsinu þar sem vinahópurinn eyddi langmestum tíma sínum saman. Sófinn er í dag hluti af sögusafni Warner Bros. í Los Angeles.

Á uppboðinu, sem enn stendur yfir, er hægt að næla sér í árituð handrit og fleiri skemmtilega muni sem tengjast gamanþættinum.

Sófinn spilaði stórt hlutverk í gegnum árin.
Sófinn spilaði stórt hlutverk í gegnum árin. Skjáskot/IMDb

Friends-stjörnurnar komu saman á ný í maí 2021 þegar sérstakur endurfundaþáttur var sýndur á HBO Max-streymisveitunni.

Ólíklegt þykir að leikarahópurinn muni koma saman opinberlega í tilefni af 30 ára afmælinu þar sem Matthew Perry, sem fór með hlutverk Chandler Bing, féll frá í október á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen