Svona litu þeir einu sinni út

Fyrirmenni konungsdæma eldast eins og aðrir.
Fyrirmenni konungsdæma eldast eins og aðrir. Samsett mynd

Það sem kóngar og prinsar áttu eitt sinn sameiginlegt fyrir utan augljós forréttindi í lífinu var að þeir þóttu afar myndarlegir og eftirsóttir piparsveinar. 

Albert af Mónakó

Albert fursti af Mónakó er 66 ára og var alltaf mikið kvennagull. Hann var liðtækur íþróttamaður á yngri árum og keppti á ólympíuleikum í sleðaíþrótt. Í dag er hann giftur afrekssundkonunni Charlene Wittstock og eiga þau tvíbura saman. Stöðugar sögusagnir eru um bresti í hjónabandinu þeirra og glæfraleg fjármál. Þá var um daginn höfðað faðernismál á hendur honum. 

Albert fursti II af Mónakó var mikill íþróttamaður á árum …
Albert fursti II af Mónakó var mikill íþróttamaður á árum áður. Skjáskot/Instagram
Albert ber aldurinn með reisn.
Albert ber aldurinn með reisn. AFP

Andrés prins

Andrés prins er 64 ára og hefur beðið mikla álitshnekki undanfarin ár. Karl kóngur vill sem minnst af honum vita og er að reyna að fá hann út úr Royal Lodge sem er mikið glæsihýsi í eign konungsfjölskyldunnar. Þar býr Andrés ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni. Færri vita að Andrés var á sínum tíma einn eftirsóttasti piparsveinn heims og þótti afar heitur.

Andrés prins þótti með þeim myndarlegri og var mikið kvennagull.
Andrés prins þótti með þeim myndarlegri og var mikið kvennagull. Skjáskot/Instagram
Lífið hefur leikið Andrés prins misjafnlega.
Lífið hefur leikið Andrés prins misjafnlega. AFP

Karl Gústaf Svíakóngur

Karl Gústaf kóngur er 74 ára og mjög hress. Á sín­um tíma voru uppi mikl­ar og svæsn­ar sög­ur um par­tístand kóngs­ins sem rifjaðar eru upp reglu­lega í sænsk­um fjöl­miðlum. Kóng­ur­inn brást við þeim sög­um með óljós­um hætti árið 2010 þegar hann sagðist hafa snúið blaðinu við og valið að horfa fram á veg­inn enda löngu liðnir at­b­urðir. Þá hefur hann einnig valdið usla með karlrembulegar skoðanir en hann var ósáttur við það þegar lögum var breytt og elsta dóttirin varð krúnuerfinginn en ekki sonur hans sem var yngri.

Karl Gústaf og Sylvía á brúðkaupsdaginn.
Karl Gústaf og Sylvía á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram
Karl Gústaf Svíakóngur er hress en hann er 78 ára …
Karl Gústaf Svíakóngur er hress en hann er 78 ára og hefur ríkt sem kóngur í ein 50 ár. AFP

Karl III Bretlandskóngur

Karl kóngur er 75 ára og þykir mjög mikil týpa. Honum er mjög umhugað um náttúruna og heilsuna og lifir á fræjum og stundar óhefðbundnar lækningar. Á yngri árum var hann mikill íþróttamaður og kvennagull þó Kamilla drottning hafi þó alltaf átt hug hans og hjarta.

Karl III Bretlandskóngur hefur alltaf hugsað vel um sig.
Karl III Bretlandskóngur hefur alltaf hugsað vel um sig. Skjáskot/Instagram
King Charles III var flottur til fara á blómasýningu Sandringham …
King Charles III var flottur til fara á blómasýningu Sandringham fyrir ári síðan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen